Dauði Floyds úrskurðaður manndráp

Dauða Floyds hefur verið mótmælt víða um Bandaríkin.
Dauða Floyds hefur verið mótmælt víða um Bandaríkin. AFP

Dauði George Floyds, 46 ára svarts karlmanns sem lést í haldi lögreglu á mánudag, hefur verið formlega úrskurðaður manndráp. 

Samkvæmt opinberri krufningu fékk Floyd hjartaslag þegar lögreglumaður þrengdi að öndunarvegi hans með því að krjúpa á hálsi hans í rúmar átta mínútur. Lögreglumaðurinn fyrrverandi, Derek Chauvin, hefur verið handtekinn. 

Niðurstöður krufningarinnar, sem voru gerðar opinberar fyrir skömmu, virðast styðja niðurstöðu krufningar sem fjölskylda Floyd lét gera, en samkvæmt henni var dánarorsök Floyds köfnun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert