Floyd var með kórónuveiruna

Dauði Floyd hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og um …
Dauði Floyd hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og um heim allan. AFP

George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar er lögregluþjónn kraup á hálsi hans í lengri tíma, hafði verið greindur með kórónuveiruna nokkrum vikum fyrir andlátið.

Frá þessu er greint í bandarískum miðlum, en samkvæmt krufningarskýrslu fannst erfðaefni kórónuveirunnar í Floyd. Slíkt erfðaefni getur greinst hjá fólki nokkrum vikum eftir að það hefur jafnað sig af sjúkdómnum, en samkvæmt krufningarskýrslunni var Floyd líklega alveg einkennalaus eftir fyrri sýkingu.

Ekki liggur fyrir hvort Floyd hafi einhvern tímann haft einkenni kórónuveirunnar eða hvort hann hafi verið einkennalaus. Mjög ólíklegt er að hann hafi verið smitandi þegar hann lést.

Dauði Floyd hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og um heim allan og hefur lögregluþjónninn sem kraup á hálsi hans í átta mínútur og 46 sekúndur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, auk þess sem lögregluþjónarnir sem stóðu hjá hafa verið ákærðir.

Frétt CNBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert