Þýskur fangi sem grunaður er um að hafa komið nálægt hvarfi Madeleine McCann árið 2007 liggur undir grun um að hafa myrt McCann, en þýskir saksóknarar telja næsta víst að hún sé látin.
Þetta kemur fram í umfjöllun BBC, en Þjóðverjinn hefur verið nafngreindur í þýskum miðlum sem Christian B. Hann situr í fangelsi vegna ýmissa brota, meðal annars kynferðisbrota gegn ungum stúlkum.
Talið er að maðurinn hafi verið á svæðinu þar sem hin þriggja ára gamla Madeleine sást síðast í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal árið 2007, en hann hélt reglulega til í Algarve á árunum 1995 og 2007. Lögreglan óskar nú eftir aðstoð almennings við að leysa málið.