Landamærin verði opnuð í lok júní

Við Bratislava-Berg landamærastöðina í Slóvakíu og Austurríki.
Við Bratislava-Berg landamærastöðina í Slóvakíu og Austurríki. AFP

Ylva Johans­son, sem fer með inn­an­rík­is­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, tel­ur að í lok júní eigi að opna landa­mæri aðild­ar­ríkj­anna en ferðabann ríkj­anna inn í Schengen-svæðið hef­ur verið í gildi frá 17. mars.

Þetta kom fram í máli henn­ar áður en hún fór á fund ráðherra ríkj­anna í morg­un. Ein­hver ESB-ríkj­anna hafa opnað landa­mæri sín að nýju en önn­ur eru enn lokið. 

Ylva Johansson fer með innanríkismál í framkvæmdastjórn ESB.
Ylva Johans­son fer með inn­an­rík­is­mál í fram­kvæmda­stjórn ESB. AFP

Lang­ar biðraðir mynduðust við landa­mæri Aust­ur­ríki og Slóvakíu í gær eft­ir að landa­mæra­eft­ir­liti vegna kór­ónu­veirunn­ar var hætt. Aust­ur­ríki opnaði landa­mæri sín í gær fyr­ir utan landa­mær­in við Ítal­íu.

Svo virðist sem landa­mæra­verðir í Slóvakíu hafi ekki verið upp­lýst­ir um málið því það kom mörg­um á óvart að vera stöðvaðir á leiðinni yfir til Aust­ur­rík­is. All­ir þeir sem fara yfir til Aust­ur­rík­is þurfa að sýna vott­orð um að hafa farið í sýna­töku vegna COVID-19 ný­verið og niðurstaðan hafi verið nei­kvæð. Að öðrum kosti bíður þeirra tveggja vikna sótt­kví við kom­una til Slóvakíu. Eina leiðin til að losna und­an sótt­kvínni er að leggja fram gögn sem sýna fram á að þeir hafi verið inn­an við tvo sól­ar­hringa í burtu sem kem­ur sér vel fyr­ir þá sem vilja skjót­ast yfir til að heilsa upp á ætt­ingja og vini eða versla í Aust­ur­ríki.  

AFP

„Ekki nógu gott. Ég mun koma aft­ur þegar landa­mær­in verða opnuð að fullu,“ seg­ir Lazlo Tur­kaza­vo, sem býr í Aust­ur­ríki en ætlaði að skreppa yfir til Slóvakíu. Hann ákvað að snúa við eft­ir að í ljós kom að það var flókn­ara en hann taldi að fara yfir landa­mær­in. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert