Flest smit helgarinnar rakin til einnar kolanámu

AFP

Hægt er að rekja mikla fjölgun nýrra smita í Póllandi um helgina til einnar kolanámu í Efri-Slesíu samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Póllandi. Alls var staðfest 1.151 nýtt smit í Póllandi um helgina. 

Af þeim eru tvö af hverjum nýjum smitum meðal námaverkamanna og fjölskyldna þeirra í Zofiowka-kolanámunni í suðurhluta Póllands. Af þeim 6,9 milljónum sem hafa smitast í heiminum eru rúmlega 400 þúsund látnir. 

Í Póllandi var sett á strangt samkomubann í byrjun mars og hafa mun færri látist þar en víðast hvar í vesturhluta Evrópu. Alls eru 1.157 látnir en rúmlega 26.500 hafa greinst með smit. Nýju smitin í Efri-Slesíu sýna aftur á móti að faraldrinum er hvergi nærri lokið þar en yfir fjögur þúsund hafa greinst með smit í héraðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert