Demókratar krupu í þinghúsinu

Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar þingsins, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata …
Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar þingsins, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild, leiddu stundina og tóku tugir þingmanna demókrata þátt. AFP

Þingmenn demókrata á Bandaríkjaþingi krupu í þinghúsinu í dag í átta mínútur og 46 sekúndur til minningar um George Floyd og aðra svarta Bandaríkjamenn sem hafa „látið lífið með óréttlætanlegum hætti“. 

Lengd þagnarinnar er vísun í tímann sem lögreglumaðurinn Derek Chauvin kraup á hálsi George Floyds, sem lést í haldi lögreglu fyrir rúmum tveimur vikum. At­vikið hef­ur hrundið af stað öldu mót­mæla um öll Banda­rík­in þar sem fólk lýs­ir óánægju með kerf­is­bundið kynþátta­hat­ur og of­beldi lög­reglu.

Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar þingsins, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild, leiddu stundina og tóku tugir þingmanna demókrata þátt. Þingmennirnir söfnuðust saman í sal þingsins (e. Emancipation Hall) sem helgaður er þrælunum sem börðust fyrir réttlæti í þrælastríðinu á 18. öld. 

Þingmenn demókrata á Bandaríkjaþingi krupu í þinghúsinu í dag í …
Þingmenn demókrata á Bandaríkjaþingi krupu í þinghúsinu í dag í átta mínútur og 46 sekúndur til minningar um George Floyd. AFP

Demókratar í báðum þingdeildum undirbúa nú frumvarp sem snýr að stórtækum breytingum á eftirliti með lögreglu og verkferlum. Um er að ræða umfangsmestu breytingar á löggæslu í Bandaríkjunum í áraraðir.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert