Þingmenn demókrata á Bandaríkjaþingi krupu í þinghúsinu í dag í átta mínútur og 46 sekúndur til minningar um George Floyd og aðra svarta Bandaríkjamenn sem hafa „látið lífið með óréttlætanlegum hætti“.
Lengd þagnarinnar er vísun í tímann sem lögreglumaðurinn Derek Chauvin kraup á hálsi George Floyds, sem lést í haldi lögreglu fyrir rúmum tveimur vikum. Atvikið hefur hrundið af stað öldu mótmæla um öll Bandaríkin þar sem fólk lýsir óánægju með kerfisbundið kynþáttahatur og ofbeldi lögreglu.
House and Senate Democrats kneel in silence in Emancipation Hall for 8 minutes and 46 seconds in remembrance of George Floyd https://t.co/RwRF3r3dVK pic.twitter.com/clQwQEBgxk
— CNN Politics (@CNNPolitics) June 8, 2020
Nancy Pelosi, forseti fulltrúardeildar þingsins, og Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild, leiddu stundina og tóku tugir þingmanna demókrata þátt. Þingmennirnir söfnuðust saman í sal þingsins (e. Emancipation Hall) sem helgaður er þrælunum sem börðust fyrir réttlæti í þrælastríðinu á 18. öld.
Demókratar í báðum þingdeildum undirbúa nú frumvarp sem snýr að stórtækum breytingum á eftirliti með lögreglu og verkferlum. Um er að ræða umfangsmestu breytingar á löggæslu í Bandaríkjunum í áraraðir.
Congressional Democrats take a knee as they observe a nearly nine minute moment of silence for George Floyd at Emancipation Hall at the U.S. Capitol. https://t.co/JnqDlzMFDq pic.twitter.com/8CBdgtLUjz
— ABC News (@ABC) June 8, 2020