Ekkert virkt smit á Nýja-Sjálandi

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands. AFP

Ekkert virkt kórónuveirusmit er á Nýja-Sjálandi en síðasta smit þar greindist fyrir 17 dögum. Jacinda Ardern, for­sæt­is­ráðherra landsins, tilkynnti í gærkvöldi að mikið eftirlit verði áfram við landamærin.

Öllum öðrum hömlum til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar hefur verið aflétt.

Alls hafa 1.504 tilfelli greinst á Nýja-Sjálandi síðan fyrsta smitið greindist 28. febrúar og af þeim létust 22. 

„Landamærin eru fyrsta vörnin okkar en við setjum okkur það markmið að veiran komi ekki til landsins,“ sagði Ardern.

Sýni verði tekin af öllum þeim sem komi landsins og þeir sem sýna einkenni veirunnar fara í einangrun. Ardern sagði mikilvægt að fara hægt í sakirnar því stjórnvöld vilji ekki fara aftur á neyðarstig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka