Kórónuveirunni útrýmt „þökk sé Guði“

Stjórnvöld hafa hætt að gefa út tölfræði um smit í …
Stjórnvöld hafa hætt að gefa út tölfræði um smit í landinu en samkvæmt opinberum gögnum hafa 509 tilfelli greinst í Tansaníu og 21 látið lífið af völdum kórónuveirunnar. AFP

John Magufuli, forseti Tansaníu, fullyrðir að landið sé alfarið laust við kórónuveiruna og þakkar hann íbúum fyrir að hafa verið iðnir við að biðja bænir sínar. „Kórónuveirunni hefur verið útrýmt þökk sé Guði,“ sagði Magufuli í athöfn í kirkju í höfuðborginni Dodoma. 

Safnaðargestir báru hvorki grímur né hanska og hrósaði forsetinn þeim fyrir það en hann hefur ítrekað sagt að áhrif kórónuveirufaraldursins í heiminum hafi verið ýkt stórlega. Hann hefur hvatt fólk til að sækja guðsþjónustur, bæði í kirkjum og moskum, og talið fólki trú að bænir „geti yfirbugað veiruna“. 

Stjórnvöld hafa hætt að gefa út tölfræði um smit í landinu en samkvæmt opinberum gögnum hafa 509 tilfelli greinst í Tansaníu og 21 látið lífið af völdum kórónuveirunnar. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst yfir áhyggjum vegna viðbragða stjórnvalda í Tansaníu vegna kórónuveirunnar. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert