Opni fyrir umferð utan Schengen 1. júlí

Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, greindi …
Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar í morgun þess efnis að ríki sambandsins hefji opnun landamæra sinna fyrir umferð utan Schengen-svæðisins frá og með 1. júlí. AFP

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að ríki sambandsins hefji opnun landamæra sinna fyrir umferð utan Schengen-svæðisins frá og með 1. júlí. Frá þessu greindi Joseph Borrell, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, á blaðamannafundi í dag. 

Ylva Johans­son, sem fer með inn­an­rík­is­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, sagði í síðustu viku að hentugast væri að opna landa­mæri aðild­ar­ríkj­anna í lok júní en ferðabann ríkj­anna inn í Schengen-svæðið hef­ur verið í gildi frá 17. mars sökum útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Innanríkisráðherrar aðildarríkjanna 27 komust að samkomulagi um helgina að samræma aðgerðir um hvernig opnað verði fyrir umferð utan Schengen. Borell segir endanlega ákvörðun liggja hjá ríkjunum sjálfum og hafa nokkur þeirra nú þegar byrjað að létta á takmörkunum við landamærin. 

Grikkir hafa til að mynda tilkynnt að þeir muni taka á móti ferðamönnum frá ríkjum utan Schengen frá og með 15. júní, þar á meðal Ástralíu, Kína og Suður-Kóreu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka