„Stöðvið sársaukann“

Philonise Floyd, yngri bróðir George Floyd, biðlaði til þingmanna að …
Philonise Floyd, yngri bróðir George Floyd, biðlaði til þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á löggæslu í Bandaríkjunum undir eins. AFP

„Ég er hingað kominn til að biðja ykkur að láta þetta hætta. Stöðvið sársaukann,“ sagði bróðir George Floyd þegar hann kom fyrir stjórnskipunarnefnd fulltrúadeild Bandaríkjaþings í dag, innan við sólarhring eftir að hann fylgdi bróður sínum til grafar í Houston.  

Demó­krat­ar í báðum þing­deild­um und­ir­búa nú frum­varp sem snýr að stór­tæk­um breyt­ing­um á eft­ir­liti með lög­reglu og verk­ferl­um. Um er að ræða um­fangs­mestu breyt­ing­ar á lög­gæslu í Banda­ríkj­un­um í ár­araðir. Philonise Floyd, yngri bróðir George Floyd, biðlaði til þingmanna að samþykkja frumvarpið undir eins í þeim tilgangi að draga úr lögregluofbeldi. 

Hörð og blóðug mót­mæli brutust út víða í Banda­rík­junum í kjöl­far dauða Floyds 25. maí þegar lög­reglumaður­inn Derek Chau­vin þrengdi að önd­un­ar­vegi Floyds með því að krjúpa á hálsi hans í meira en átta mín­út­ur. 

Bróðir Floyds lýsti því fyrir þingnefndinni hvernig það var að horfa á myndskeiðið sem sýnir síðustu stundir George. „Ég get ekki lýst sársaukanum sem fylgir því að horfa á stóra bróður þinn, sem þú hefur litið upp til allt þitt líf, deyja, grátbiðjandi um móður sína,“ sagði Philonise Floyd, sem bar andlitsgrímu með mynd af bróður sínum þegar hann kom fyrir nefndina. 

„Hann bað um hjálp en var hunsaður. Gerið það, hlustið á hjálparbeiðni mína, fjölskyldu minnar og allra þeirra sem safnast hafa saman á götum úti um heim allan,“ bætti hann við. 

Kyrkingartak verði bannað

Frumvarpið er umfangsmikið, heilar 136 síður, og miðar að því að binda enda á lögregluofbeldi, meðal annars með því að auðvelda ákæruferli gagnvart lögreglumönnum, auka menntun innan lögreglunnar þegar kemur að kynþáttafordómum og meina lögreglumönnum sem hafa verið reknir að starfa í öðrum umdæmum. Í frumvarpinu er einnig kveðið á um að svokallað kyrkingartak verði bannað. 

Óvíst er hvort frumvarpið verði samþykkt í öldungadeildinni þar sem þingmenn repúblikana hafa meirihluta. Jim Jordan, þingmaður repúblikana og nefndarmaður í stjórnskipunarnefnd, hlustaði á málflutning Floyd í dag og segir hann vera kominn tíma á „raunverulega umræðu“ um hvernig lögreglumenn koma fram við svarta Bandaríkjamenn. „Morðingjar bróður þíns munu svara til saka,“ sagði hann við Floyd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert