Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan, sem hefur verið í varðhaldi í Rússlandi grunaður um njósnir, var í morgun dæmdur í 16 ára fangelsisvistar. Hann mun ekki afplána dóminn í venjulegu fangelsi heldur í nokkurs konar útlegð (e. penal colony).
Whelan var handtekinn árið 2018 þegar hann var í brúðkaupi hjá bandarískum vini sínum og rússneskri eiginkonu hans. Hann hefur verið í haldi lögreglunnar í Rússlandi síðan.
Hann er sakaður um að hafa verið með ríkisleyndarmál í fórum sínum en hann var með USB-lykil á sér þegar hann var handtekinn. Sagt er að á honum hafi fundist viðkvæmar upplýsingar, þar á meðal listi yfir nöfn sem einhverra hluta vegna áttu að fara leynt.
Dómstóll í Moskvu taldi sekt Whelan sannaða og felldi dóm yfir honum á meðan Whelan hélt á skilti sem á stóð „Gerviréttarhöld“ (e. Sham trial) og kallaði eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi skerast í leikinn.