Smitum heldur áfram að fjölga í Peking

36 ný kórónuveirusmit voru staðfest í Peking, höfuðborg Kína, á sunnudag og eykur það á áhyggjur borgaryfirvalda um að ný bylgja faraldursins sé hafin. 

Ný smit voru einnig 36 á laugardag, sex á föstudag og eitt á fimmtudag, en þar á undan hafði ekkert nýtt smit verið greint innan borgarinnar í næstum tvo mánuði.

Um er að ræða hópsýkingu sem rakin er til stærsta heildsölumarkaðar borgarinnar, og jafnvel stærsta heildsölumarkaði Asíu, en kórónuveiran fannst á skurðbretti sem notað var til þess að skera innfluttan lax og hefur hann verið tekinn úr sölu í öllum verslunum, auk þess sem framkvæmdastjóri markaðarins hefur verið rekinn.

Markaðnum hefur verið lokað og hafa samkomutakmarkanir verið settar í ellefu hverfum í nágrenni hans og skólum og leikskólum lokað.

Frétt BBC

Skimun er hafin í nokkrum hverfum Peking.
Skimun er hafin í nokkrum hverfum Peking. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert