Þýskir rannsóknarlögreglumenn vilja að munnvatnssýni sem fannst í orlofshúsinu þaðan sem Madeleine McCann hvarf sé skoðað á nýjan leik. Portúgalskir rannsóknarlögreglumenn hafa ekki fundið neitt DNA úr Christian B, þýska fanganum sem nú er grunaður um að hafa komið að hvarfinu, sem tengir hann við málið.
Á þeim þrettán árum sem liðið hafa síðan sýnið fannst hefur lögreglunni ekki tekist að finna neitt DNA í því.
Þýsk yfirvöld telja að vísindamenn þeirra ættu að framkvæma sínar eigin rannsóknir á sýninu vegna þess að þeir telja að sýnið sé mögulega nauðsynlegt sönnunargagn sem geti hjálpað þeim að renna stoðum undir grun sinn um að Christian B sé sá seki.
Portúgalska lögreglan er þó ólíkleg til að senda sýnið til Þýskalands, meðal annars vegna nýlegrar gagnrýni Hans Christian Wolters, þýska saksóknarans í Braunschweig.
Hann sagði í síðustu viku að portúgalska lögreglan teldi enn að foreldrar McCann væru ábyrgir fyrir hvarfi dóttur sinnar. Hún hvarf úr orlofsíbúð þeirra í Portúgal árið 2003. Portúgalska lögreglan útilokaði foreldrana þó sem grunaða árið 2008.