Fundu skilnaðarpappíra undirritaða af Anne

Anne-Elisabeth Hagen hvarf á haustdögum 2018.
Anne-Elisabeth Hagen hvarf á haustdögum 2018. AFP

Norska lög­regl­an hef­ur fundið skilnaðarpapp­íra sem und­ir­ritaðir voru af Anne-Elisa­beth Hagen, konu sem hvarf að sögn heim­ild­ar­manna norska miðils­ins VG. Eig­inmaður henn­ar, fjár­fest­ir­inn og auðmaður­inn Tom Hagen, er grunaður um að hafa myrt hana á haust­dög­um 2018. 

Heim­ild­ir VG herma að skilnaðarpapp­ír­arn­ir hafi fund­ist eft­ir að Tom var hand­tek­inn og ákærður fyr­ir morð en papp­ír­arn­ir eiga að vera nokk­urra ára gaml­ir. Tom hef­ur ekki skrifað und­ir þá, ein­ung­is Anne-Elisa­beth. 

Upp­götv­un­in er mik­il­væg fyr­ir rann­sókn­ar­lög­reglu­menn sem telja að skilnaðarpapp­ír­arn­ir renni frek­ari stoðum und­ir til­gátu þeirra um að Tom Hagen hafi myrt eig­in­konu sína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert