Malala Yousafzai hefur lokið prófum við Oxford-háskóla.
Yousafzai var skotin í höfuðið af hermönnum talíbana fyrir að berjast fyrir rétti stúlkna til menntunar í heimalandi sínu, Pakistan. Hún lifði skotárásina af og fluttist fjölskylda hennar í kjölfarið búferlum til Birmingham á Englandi.
Yousafzai hefur í kjölfarið gefið út bókina Ég er Malala og varð friðarverðlaunahafi Nóbels yngst manna árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul.
Hin nú 22 ára gamla Yousafzai lagði stund á stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði við Oxford-háskóla og sagði frá áfanga sínum á Twitter. „Ég veit ekki hvað tekur við. Í bili verður það Netflix, lestur og svefn.“
Hard to express my joy and gratitude right now as I completed my Philosophy, Politics and Economics degree at Oxford. I don’t know what’s ahead. For now, it will be Netflix, reading and sleep. 😴 pic.twitter.com/AUxN55cUAf
— Malala (@Malala) June 19, 2020