Malala lýkur prófum frá Oxford-háskóla

Malala varð friðarverðlaunahafi Nóbels yngst manna árið 2014, þá aðeins …
Malala varð friðarverðlaunahafi Nóbels yngst manna árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul. AFP

Malala Yousafzai hefur lokið prófum við Oxford-háskóla. 

Yousafzai var skotin í höfuðið af hermönnum talíbana fyrir að berjast fyrir rétti stúlkna til menntunar í heimalandi sínu, Pakistan. Hún lifði skotárásina af og fluttist fjölskylda hennar í kjölfarið búferlum til Birmingham á Englandi.

Yousafzai hefur í kjölfarið gefið út bókina Ég er Malala og varð friðarverðlaunahafi Nóbels yngst manna árið 2014, þá aðeins 17 ára gömul.

Hin nú 22 ára gamla Yousafzai lagði stund á stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði við Oxford-háskóla og sagði frá áfanga sínum á Twitter. „Ég veit ekki hvað tekur við. Í bili verður það Netflix, lestur og svefn.“

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert