750 ma. evra aðgerðapakki til umræðu

Macron Frakklandsforseti tók þátt í fundinum úr Elysee-höll í París.
Macron Frakklandsforseti tók þátt í fundinum úr Elysee-höll í París. AFP

Aðgerðapakki fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins vegna til stuðnings þeim ríkj­um sem verst hafa farið út úr kór­ónu­veirufar­aldr­in­um var lagður fram á fjar­fundi leiðtogaráðs sam­bands­ins á föstu­dag. Lagt er til að björg­un­ar­sjóður­inn telji 750 millj­arða evra. Tveir þriðju hlut­ar yrðu greidd­ir út sem styrk­ir en þriðjung­ur í formi lána.

„Þessi til­laga er metnaðarfull og sann­gjörn,“ seg­ir Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB. Pakk­inn muni ekki aðeins gagn­ast þeim lönd­um sem veir­an bitnaði mest á held­ur einnig þeim sem komu illa út úr lok­un­um. Með pakk­an­um mætti byggja upp sterk­ara Evr­ópu­sam­band sem gæti staðið af sér erfiðleika til framtíðar.

Leiðtoga­fund­ur­inn stend­ur yfir alla helg­ina en von­ir standa til að sam­komu­lagið ná­ist um til­lög­una eða ein­hverj­ar mála­miðlan­ir í næsta mánuði.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og Charles Michel, forseti …
Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar, og Char­les Michel, for­seti leiðtogaráðsins, létu sig ekki vanta. AFP

Of stór biti, seg­ir Löf­ven

Leiðtog­ar fjög­urra ríkja í norður­hluta álf­unn­ar hafa sett sig upp á móti hug­mynd­un­um, telja björg­un­ar­sjóðinn of stór­an og vilja að stærra hlut­fall hans verði veitt ríkj­um að láni en minna að styrk. Rík­in fjög­ur eru Svíþjóð, Dan­mörk, Hol­land og Aust­ur­ríki.

„Við telj­um að björg­un­ar­sjóður­inn eigi að byggj­ast á lán­um en ekki styrkj­um til aðild­ar­ríkja. Sú til­laga sem nú er til umræðu þýðir í raun að fjár­lög Evr­ópu­sam­bands­ins auk­ist um 50% og það er ekki viðun­andi,“ sagði Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar að fundi lokn­um. Fjár­lög ESB til ár­anna 2021-2027 gera ráð fyr­ir að önn­ur út­gjöld verði um 1.100 millj­arðar króna, eða um 1% af vergri lands­fram­leiðslu sam­bands­ins. Slíkt jafn­gild­ir um 30 millj­örðum ís­lenskra króna fyr­ir Ísland.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert