Alvarleg hnífstunguárás í almenningsgarði

Lögregla girti af svæði við Forbury-garðinn í Reading á Englandi …
Lögregla girti af svæði við Forbury-garðinn í Reading á Englandi í kvöld eftir alvarlega hnífstunguárás. AFP

Að minnsta kosti tveir voru fluttir á slysadeild eftir alvarlega hnífstunguárás í almenningsgarði í Reading á Englandi í kvöld. Samkvæmt heimildum BBC eru nokkrir látnir en fjöldi þeirra hefur ekki fengist staðfestur.

Lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við árásina. Fólk er vinsamlegast beðið að halda sig frá Forbury-garðinum þar sem árásin átti sér stað. 

Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, er afar áhyggjufull yfir árásinni og er hugur hennar hjá aðstandendum hinna særðu. Boris Johnson forsætisráðherra tekur í sama streng í færslu á Twitter, líkt og Patel. 



Ekki er talið að árásin tengist friðsömum mótmælum sem fram fóru fyrr í dag í tengslum við Black Lives Matter-hreyfinguna.

Einn er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Talið er að …
Einn er í haldi lögreglu vegna árásarinnar. Talið er að nokkrir hafi látist en það hefur ekki fengist staðfest. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert