Að minnsta kosti tveir voru fluttir á slysadeild eftir alvarlega hnífstunguárás í almenningsgarði í Reading á Englandi í kvöld. Samkvæmt heimildum BBC eru nokkrir látnir en fjöldi þeirra hefur ekki fengist staðfestur.
Lögreglan hefur handtekið mann í tengslum við árásina. Fólk er vinsamlegast beðið að halda sig frá Forbury-garðinum þar sem árásin átti sér stað.
Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, er afar áhyggjufull yfir árásinni og er hugur hennar hjá aðstandendum hinna særðu. Boris Johnson forsætisráðherra tekur í sama streng í færslu á Twitter, líkt og Patel.
Deeply concerned to hear reports of an incident in Reading.
— Priti Patel (@pritipatel) June 20, 2020
My thoughts are with everyone involved, including police and emergency responders at the scene.
My thoughts are with all of those affected by the appalling incident in Reading and my thanks to the emergency services on the scene.
— Boris Johnson #StayAlert (@BorisJohnson) June 20, 2020
Ekki er talið að árásin tengist friðsömum mótmælum sem fram fóru fyrr í dag í tengslum við Black Lives Matter-hreyfinguna.