Segir sýnatöku tvíeggjað sverð

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt sinn fyrsta kosningafund frá því að …
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt sinn fyrsta kosningafund frá því að kórónuveiran breiddist út í Bandaríkjunum í Tulsa í Oklahoma í gær. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt sinn fyrsta kosningafund frá því að kórónuveiran breiddist út í Bandaríkjunum í Tulsa í Oklahoma í gær. Færri sóttu fundinn en búist hafði verið við. 

Trump fullyrti í vikunni að nærri milljón manns hefðu sóst eftir miðum á kosningafundinn en ekki tókst að fylla höllina sem tekur 19 þúsund manns í sæti. Þeir sem sóttu fundinn þurftu að undirrita plagg þess efnis að kosningateymi Trumps beri enga ábyrgð á veikindum fundargesta. Yfir 2,2 milljónir hafa smitast af COVID-19 í Bandaríkjunum og 119 þúsund hafa látið lífið, samkvæmt upplýsingum frá Johns Hopkins háskóla.  

Færri mættu á kosningafundinn en búist var við og kenndi …
Færri mættu á kosningafundinn en búist var við og kenndi Trump fjölmiðlum og mómælendum um það. AFP

Hóp­ur fólks hafði höfðað mál­sókn á hend­ur kosn­ingat­eymi for­set­ans til að koma í veg fyr­ir að fund­ur­inn yrði hald­inn, á þeim for­send­um að hann gæti orðið til þess að auka út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar í borg­inni en hæstirétt­ur Okla­homa-rík­is úr­sk­urðaði að Trump væri heim­ilt að halda fund­inn. 

Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona demókrata, benti á að ungmenni á samfélagsmiðlum, einna helst TikTok, hafi ýkt þann fjölda sem sóttist eftir miðum á kosningafundinn. Í færslu á Twitter segist hún vera stolt af ungmennunum. 

Trump ávarpaði fundargesti sem stríðsmenn og kenndi fjölmiðlum og mótmælendum um að hann talaði ekki fyrir fullum sal. Mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan kosningafundinn en ekki kom til átaka. Trump sagði „mjög vont fólk vera fyrir utan, sem væri að gera slæma hluti“, en útskýrði það ekki frekar. 

Trump talaði í nærri tvær klukkustundir, meðal annars um kórónuveiruna, og hvatti hann stjórnvöld til að draga úr sýnatöku þar sem hún leiði til að fleiri tilfelli greinist. Trump sagði sýnatökuna tvíeggjað sverð þar sem ástæðan fyrir fjölda greindra tilfella í Bandaríkjunum væri í raun vegna þess hversu mörg sýni hafa verið tekin. Að fundi loknum sagði talsmaður Hvíta hússins að Trump hefði „augljóslega verið að grínast“. 

Trump skaut á mótframbjóðanda sinn, Joe Biden, og sagði hann „hjálparvana strengjabrúðu róttækra vinstrimanna“. Þá sagði hann mótmælendur vera að rústa sögu Bandaríkjanna með því að vanhelga glæsileg minnismerki og rífa niður styttur. Átti hann þannig við fjölda fólks sem hefur barist gegn kynþáttafordómum og lögregluofbeldi í landinu í garð svarta í kjölfar dauða George Floyds. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert