Grafið undan Sigmundi

Frá Þórshöfn, höfuðstað Færeyja.
Frá Þórshöfn, höfuðstað Færeyja. mbl.is/Björn Jóhann

Upp­gröft­ur tveggja kirkna í kirkju­g­arði í Vel­bastað í Straumey í Fær­eyj­um hef­ur grafið und­an viðtek­inni sagn­fræði um upp­runa kristni í Fær­eyj­um.

Því hef­ur jafn­an verið haldið fram að kristni hafi borist til Fær­eyja með vík­inga­höfðingj­an­um Sig­mundi Brest­is­syni, hirðmanni Ólafs Tryggva­son­ar Nor­egs­kon­ungs, sem sigldi til Fær­eyja vorið 999, þvingaði höfðingj­ann Þránd í Götu til að taka skírn og breiddi út trúna, en frá þessu er greint í Fær­ey­inga sögu. Upp­greft­irn­ir nú benda þó til þess að kristn­ir menn hafi búið í eyj­un­um hundrað árum fyrr.

Fær­eyska rík­is­út­varpið, Kringvarpið, grein­ir frá þessu og seg­ir að svæðið á Vel­bastað hafi lengi verið forn­leifa­fræðing­um hug­leikið.

Uppgröfturinn í Velbastað í Færeyjum.
Upp­gröft­ur­inn í Vel­bastað í Fær­eyj­um. Ljós­mynd/​Tjóðsavnið

„Við höf­um vitað af ann­arri kirkj­unni í nokk­urn tíma,“ hef­ur Kringvarpið eft­ir Helga Michel­sen, safn­stjóra hjá Tjóðsavni Fær­eyja. „Það sem er nýtt í þessu er að við upp­gröft á þess­ari kirkju rák­umst við á aðra og enn eldri kirkju eða hugs­an­lega kap­ellu, und­ir henni.“

Und­ir stein­gólf­inu hafi forn­leifa­fræðing­ar fundið sviðið bygg en kol­efn­is­rann­sókn leitt í ljós að það sé frá tíma­bil­inu 765 til 905. „Þetta gef­ur vís­bend­ingu um að það hafi ekki endi­lega verið einn maður, Sig­mund­ur Brest­is­son, sem kristnaði alla þjóðina sam­tím­is. Nú lít­ur út fyr­ir að kristn­ir menn hafi lifað sam­hliða heiðnum mönn­um í meira en öld áður en Sig­mund­ur kom til sög­unn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert