1.300 smituðust í sláturhúsi

Yfir 1.300 starfsmenn Tönnies sláturverksmiðjunnar hafa greinst með COVID-19 síðustu …
Yfir 1.300 starfsmenn Tönnies sláturverksmiðjunnar hafa greinst með COVID-19 síðustu daga. Starfsmenn þýska Rauða krossins og þýska hersins sinna sýnatöku á svæðinu. AFP

Útgöngubann hefur sett á að nýju í hluta Þýskalands eftir að hópsýking kom upp í sláturhúsi Gütersloh í Norðurrín-Vestfalíu, fjórða stærsta sambandsríki Þýskalands.

Yfir 1.300 starfsmenn Tönnies sláturhússins hafa greinst með COVID-19 síðustu daga. Allir starfsmenn verksmiðjunnar eru í sóttkví. Útgöngubannið nær til 360 þúsund íbúa Gütersloh-héraðsins. Þetta er í fyrsta skipti sem takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eru hertar eftir að þeim var aflétt, í skrefum, í maí. 

Armin Laschet, ríkisstjóri í Norðurín-Vestfalíu, segir að hertar samkomutakmarkanir muni gilda til 30. júní og eru þær fyrst og fremst settar í forvarnarskyni. Varað hefur verið við annarri bylgju veirunnar í Þýskalandi en Lothar Wieler, yfirmaður heilbrigðismála í Þýskalandi, segist bjartsýnn á að hægt verði að koma í veg fyrir hana.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert