Borgarbúar í Sevilla og nágrenni á suðurhluta Spánar gera hvað þeir geta til að kæla sig niður þessa dagana. Fyrsta hitabylgja sumarsins er skollin á og það með hvelli. Hiti hefur hæst farið upp í 47 gráður í borginni.
Árið 2019 var heitasta ár frá upphafi mælinga í Evrópu, samkvæmt árlegri skýrslu loftslagssviðs Copernicusar, og í ár er útlit fyrir að metið verði slegið.
Þá hefur Veðurfarsstofnun Sameinuðu þjóðanna varað við því að kórónuveirufaraldurinn geti haft alvarlega áhrif á afleiðingar hitabylgju sem mun að öllum líkindum ganga yfir norðurhvel jarðar í sumar.