Skildi andlitið eftir afmyndað

María mey er nánast óþekkjanleg á mynd eftir Murillo, eftir …
María mey er nánast óþekkjanleg á mynd eftir Murillo, eftir að listsafnari ákvað að greiða fyrir viðgerð á verkinu. Skjáskot/BBC

Slæm örlög málverks af Maríu mey, eftir barokk-listamanninn Bartolomé Esteban Murillo, hafa vakið nokkra athygli á Spáni og orðið til þess að kallað sé eftir skýrari löggjöf um viðgerðir á listaverkum þar í landi. BBC greinir frá þessu

Hér má sjá þróun málverksins, sem hefði betur verið látið …
Hér má sjá þróun málverksins, sem hefði betur verið látið ósnert. Fyrir miðju sést málverkið að loknum viðgerðum og lengst til hægri er lokaútkoman, eftir misheppnaðar lagfæringar. Skjáskot/BBC

Listsafnari frá Valencia á Spáni fór með verkið í viðgerð og greiddi 1.200 evrur fyrir, sem jafngildir um 109.000 krónum. Sá sem tók viðgerðina að sér virðist hafa gefið Maríu nýtt andlit, sem hann síðan reyndi að lagfæra með lökum árangri. 

Listasamfélag Spánar óskar í tilefni af þessum mistökum eftir skýrari löggjöf um heimildir til lagfæringa á dýrmætum eða sögulegum verkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert