Hashim Thaci, forseti Kósóvó, hefur verið sakaður um stríðsglæpi af sérstökum saksóknara vegna gömlu Júgóslavíu í Haag.
Í tilkynningu frá saksóknaranum kemur fram að Thaci og níu aðrir beri ábyrgð á um 100 morðum í frelsisstríði Kósóvó gegn Serbíu árin 1998-1999. Ásakanirnar verða að vera staðfestar af dómara við stríðsglæpastólinn vegna Júgóslavíu áður en formleg ákæra verður gefin út.
Thaci hefur neitað öllum áskökunum eftir því sem fram kemur á BBC.
Yfir 10.000 létust í frelsisstríðinu sem lauk ekki fyrr en Nató skarst í leikinn. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 2008, en Serbar hafa enn ekki viðurkennt það.
Til stóð að Thachi færi til Washington í vikunni vegna viðræðna við leiðtoga Serbíu í Hvíta húsinu á sunnudag, en óvíst er hvort að þær áætlanir munu ganga eftir.