Kórónuveiran hefur dregið hálfa milljón til dauða

Frá mótmælum í Brasilíu þar sem fjölda fórnarlamba kórónuveirunnar og …
Frá mótmælum í Brasilíu þar sem fjölda fórnarlamba kórónuveirunnar og aðgerðaleysis stjórnvalda var minnst fyrir framan þinghúsið. AFP

Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu hefur náð hálfri milljón samkvæmt opinberri talningu, en greint var frá því í gær þegar fjöldi staðfestra tilfella náði 10 milljónum.

Samkvæmt talningu Johns Hopkins-háskóla telja dauðsföll nú 501.940 og staðfest tilfelli 10.146.971.

Evrópa og Eyjaálfa virðast vera einu heimsálfurnar þar sem hægja hefur tekið á kórónuveirufaraldrinum, en hann er á uppleið í Asíu, Norður- og Suður-Ameríku og í Afríku. Þá er hann einnig á uppleið í Mið-Austurlöndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert