Útgáfa bókar frænku Trumps frestast

Starfslið Bandaríkjaforseta vinnur hörðum höndum að því að koma í …
Starfslið Bandaríkjaforseta vinnur hörðum höndum að því að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar. AFP

Dómari í New York hefur sett tímabundið bann á útgáfu bókar frænku Donalds Trumps Bandaríkjaforsta, þar sem hún fer ítarlega ofan í saumana á sögu fjölskyldunnar.

Til stóð að bókin, sem ber heitið Of mikið og aldrei nóg, hvernig fjölskylda mín skapaði hættulegasta mann í heimi (e. Too Much and Never Enough, How My Family Created the World's Most Dangerous Man), kæmi út 28. júlí.

Mary Trump, höfundur bókarinnar, er dóttir eldri bróður forsetans, Freds Trumps jr., sem lést árið 1981. Nú hefur dómari úrskurðað um nálgunarbann Mary gagnvart Robert Trump, öðrum bróður Trumps, og því hefur útgáfu bókarinnar verið frestað þar til úrskurðað verður í málinu. Málið verður tekið fyrir 10. júlí.

Lögmaður Mary Trump segir umfjöllunarefni bókarinnar eiga erindi við almenning og geyma mikilvægar upplýsingar um sitjandi forseta á kosningaári og að ekki ætti að fresta útgáfu bókarinnar um svo mikið sem einn dag.

Bókin er gefin út af Simon & Schuster og er þegar í 4. sæti yfir mest seldu bækur Amazon þrátt fyrir að hún sé enn ekki komin út. Starfslið Bandaríkjaforseta vinnur hörðum höndum að því að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert