Franska ríkisstjórnin segir af sér

Franska ríkisstjórnin, undir forystu Edouard Philippe forsætisráðherra, hefur sagt af …
Franska ríkisstjórnin, undir forystu Edouard Philippe forsætisráðherra, hefur sagt af sér. AFP

Franska ríkisstjórnin, undir forystu Edouard Philippe forsætisráðherra, hefur sagt af sér. Emmanuel Macron féllst á afsögnina en í tilkynningu frá skrifstofu forseta Frakklands er engin nánari skýring gefin á afsögninni. 

Uppstokkun á ríkisstjórninni hefur þó legið í loftinu en Macron hefur gefið það út að hann vilji breyta um stefnu til að styrkja stöðu sína fyrir seinni hluta kjörtímabilsins. 

Philippe og ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu vera við stjórnvölinn uns ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert