Réttarhöld yfir 20 Sádi-Aröbum hófst í dag í Tyrklandi án þess að þeir væru viðstaddir vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem var myrtur fyrir utan ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í október 2018.
Á meðal hinna ákærður eru fyrrum ráðgjafar krónprinsins Mohammed bin Salman. Áður hefur verið réttað yfir hluta mannanna í Sádi-Arabíu og voru fimm dæmdir til dauða vegna morðsins.
Saksóknarar í Tyrklandi hafa sakað fyrrum næstráðandi yfirmann Sádiarabísku leyniþjónustunnar, Ahmed al-Asiri, og fjölmiðlaráðgjafa konungsfjölskyldunnar, Saud al-Qahtani, um að hafa leitt aðgerðina og skipað morðingum Khashoggi fyrir verkum.
Hinir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi til bana, en lík hans hefur ekki fundist. Yfirvöld í Tyrklandi segja að lík hans hafi verið sundurlimað og falið.