Réttað yfir 20 Sádí-Aröbum vegna morðsins á Khashoggi

Unnusta Khashoggi, Hatice Cengiz, mætir í dómsal í morgun.
Unnusta Khashoggi, Hatice Cengiz, mætir í dómsal í morgun. AFP

Rétt­ar­höld yfir 20 Sádi-Aröb­um hófst í dag í Tyrklandi án þess að þeir væru viðstadd­ir vegna morðsins á blaðamann­in­um Jamal Khashoggi sem var myrt­ur fyr­ir utan ræðis­skrif­stofu Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl í októ­ber 2018. 

Á meðal hinna ákærður eru fyrr­um ráðgjaf­ar krón­prins­ins Mohammed bin Salm­an. Áður hef­ur verið réttað yfir hluta mann­anna í Sádi-Ar­ab­íu og voru fimm dæmd­ir til dauða vegna morðsins. 

Sak­sókn­ar­ar í Tyrklandi hafa sakað fyrr­um næ­stráðandi yf­ir­mann Sádi­ar­ab­ísku leyniþjón­ust­unn­ar, Ah­med al-As­iri, og fjöl­miðlaráðgjafa kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar, Saud al-Qa­ht­ani, um að hafa leitt aðgerðina og skipað morðing­um Khashoggi fyr­ir verk­um. 

Hinir átján eru sakaðir um að hafa kæft Khashoggi til bana, en lík hans hef­ur ekki fund­ist. Yf­ir­völd í Tyrklandi segja að lík hans hafi verið sund­urlimað og falið. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert