Veiran berst nú hraðar milli manna

Anthony Fauci hefur leitt sóttvarnarteymi Hvíta hússins.
Anthony Fauci hefur leitt sóttvarnarteymi Hvíta hússins. AFP

Líkur eru á því að kórónuveiran sé að breytast á þann hátt að hún eigi nú auðveldara með að berast manna á milli. Þá virðist margt benda til þess að mikið magn veirunnar finnist í líkömum nýrra sjúklinga. Þetta sagði lækn­ir­inn Ant­hony Fauci, sem leiðir sótt­varnateymi Hvíta húss­ins, í viðtali við Journal of American Medicine í gær. 

Að hans sögn er þó óvíst hvort mikið magn veirunnar tengist alvarlegri veikindum. „Við vitum í raun ekki hvort einstaklingur verður verr fyrir barðinu á henni ef mikið magn veirunnar finnst. Eina sem við sjáum er að veiran virðist skipta sér og dreifast hraðar. Fram til þessa hefur okkur þó ekki tekist að staðfesta það,“ sagði Fauci. 

Að því er fram hefur komið í nýlegum rannsóknum virðist sem veiran hafi stökkbreyst umtalsvert frá því hún birtist fyrst í Wuhan í Kína. Svo virðist sem ný stökkbreyting veirunnar sé nú orðin ráðandi á heimsvísu. Að sögn Fauci er mögulegt að veiran sé enn að stökkbreytast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert