Landsdómur Frakklands hefur hafið rannsókn á viðbrögðum Edouard Philippe, sem var forsætisráðherra í ríkisstjórn Frakkland sem sagði af sér í gær, við kórónuveirufaraldrinum. Rannsóknin hófst í kjölfar kvartana frá stéttarfélögum og læknum.
Tveir aðrir „háttsettir“ einstaklingar eru einnig til rannsóknar. Þeir eru sagðir vera Agnès Buzyn, fyrrum heilbrigðisráðherra sem sagði af sér í febrúar, og eftirmaður hennar, Olivier Véran. BBC greinir frá.
Ríkisstjórn Philippe var gagnrýnd harðlega fyrir léleg viðbrögð þegar faraldurinn skall á Frakklandi. Skortur var á lækningatækjum og hlífðarbúnaði á tímabili.
Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um afsögn ríkisstjórnarinnar í gær, var greint frá því að Landsdómur Frakklands (e. the Law Court of the Republic), sem fer með mál þar sem ráðherrar eru grunaðir um misferli, hefði sett af stað rannsókn á því hvernig ríkisstjórnin undir forystu Philippe hefði tekist á við faraldurinn.