„Miskunnarlaus herferð til að þurrka út söguna“

Donald Trump Bandaríkjaforseti við Mount Rushmore í gær.
Donald Trump Bandaríkjaforseti við Mount Rushmore í gær. AFP

„Reiður múgur er að reyna rífa stytturnar af forfeðrum okkar,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í ræðu sinni sem hann hélt á Mount Rushmore í tilefni þjóðhátíðardags Bandaríkjanna sem er í dag, 4. júlí.

Hann sagði mótmælin gegn lögregluofbeldi og kynþáttahyggju í Bandaríkjunum síðustu vikur hafa verið „miskunnarlaus herferð til að þurrka út söguna, ófrægja hetjur Bandaríkjanna, eyða gildum landsins og innræta yngri kynslóðir.

„Það verður ekki þaggað niður í okkur,“ sagði hann við mikinn fögnuð viðstaddra. BBC greinir frá. 

Heimsfaraldur kórónuveiru kom ekki við sögu í ræðu Trump en faraldurinn hefur nú kostað 130.000 Bandaríkjamenn lífið. Met yfir fjölda greindra tilfella á einum degi var slegið í gær þegar tæplega 58 þúsund smit greindust í Bandaríkjunum. Samtals eru þau orðin rúmlega 2,5 milljónir.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert