Musk styður West

Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX.
Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX. AFP

Frumkvöðullinn og stofnandi rafbílaframleiðandands Tesla, Elon Musk, hefur ákveðið hvern hann hyggst kjósa í bandarísku forsetakosningunum í nóvember. Ólíkt flestum Bandaríkjamönnum mun Musk hvorki veita Joe Biden, forsetaefni demókrata, né Donald Trump, Bandaríkjaforseta, atkvæði sitt. 

Þeirra í stað hefur Musk ákveðið að kjósa rapparann Kanye West í embættið, en frumkvöðullinn tilkynnti um ákvörðunina á Twitter-síðu sinni fyrr í kvöld. Framboð rapparans er nýtt af nálinni en hann sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem fram kom að hann hefði hug á því að sækjast eftir embætti Bandaríkjaforseta. 

Svokölluð framboðsyfirlýsing Kanye hefur einungis komið fram á Twitter-síðu hans en ekki er ljóst hversu mikið er að marka hana. Þó er enn hægt að bjóða sig fram í einhverjum ríkjum vestanhafs þar sem fresturinn er ekki runninn út. Hvort rapparinn láti verða af framboðinu mun tíminn einn leiða í ljós. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert