Tilfelli kýlapestar greindist í Kína

Kona ber andlitsgrímu í Peking. Mynd úr safni.
Kona ber andlitsgrímu í Peking. Mynd úr safni. AFP

Yfirvöld í Kína hafa aukið varúðarráðstafanir eftir að tilfelli kýlapestar (e. bubonic plague) var staðfest í borginni Bayannur. Sá smitaði er smali sem er nú í sóttkví og stöðugu ástandi. BBC greinir frá þessu.

Veikindi mannsins voru tilkynnt til yfirvalda á laugardag. Enn er óljóst hvernig eða hvers vegna maðurinn smitaðist. Í kjölfar tilkynningarinnar sendu yfirvöld frá sér viðvörun á þriðja stigi sem er sú næstlægsta í kerfi fjögurra viðvörunarstiga. 

Með viðvörun á þriðja stigi eru veiðar og át dýra sem gætu borið plágu til manna bannaðar og kallað eftir því að almenningur tilkynni yfirvöldum ef grunur vaknar um fleiri tilfelli kýlapestar. 

Birtingarmynd svartadauða

Kýlapest getur verið banvæn en mögulegt er að meðhöndla hana með algengum sýklalyfjum.

Reglulega er greint frá tilfellum kýlapestar en 300 tilfelli hennar komu upp í Madagaskar komu árið 2017. Í fyrra létust tveir af völdum pestarinnar í Mongólíu en þeir smituðust með því að borða kjöt múrmeldýrs.

Kýlapest (e. bu­bonic plague) skil­grein­ist sem smit­sjúk­dóm­ur af al­var­leg­ustu gerð sam­kvæmt kín­versk­um sótt­varn­ar­lög­um. Kýlapest var ein birt­ing­ar­mynd svarta­dauða, einn­ar skæðustu far­sótt­ar sög­unn­ar, sem olli dauða millj­óna manna í Evr­ópu á 14. öld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert