Minnst 21 látinn eftir rútuslys (myndbönd)

Rútan fór næstum á bólakaf.
Rútan fór næstum á bólakaf. AFP

21 er látinn og að minnsta kosti eru 16 slasaðir eftir að rúta, sem í voru meðal annars stúdentar, breytti stefnu sinni óvænt, með engum fyrirvara og keyrði út í lón í Kína þar sem rútan sökk.

Rútan var að keyra yfir brú í gær í Anshun í Guizhou-héraði þegar hún skyndilega breytti um stefnu og keyrði í gegnum vegrið og ofan í vatnið.

20 kafarar leita að fólki sem var í rútunni

BBC greinir frá því að margir um borð hafi verið stúdentar á leið að taka inngöngupróf í háskóla. Verið er að rannsaka tildrög slyssins en bílstjórinn, sem lést, hafði keyrt rútu fyrir sama fyrirtæki í 23 ár.

Björgunaraðilar að störfum.
Björgunaraðilar að störfum. AFP

Óljóst er á þessari stundu hversu margir voru í rútunni og hversu margir voru stúdentar. Rútan var hífð upp úr lóninu í gær.

Leit að farþegum heldur áfram og í henni taka þátt 140 slökkviliðsmenn, 19 kafarar ásamt lögreglumönnum.

Ellefu milljónir stúdenta þreyta inngöngupróf

Um það bil ellefu milljónir kínverskra stúdenta eru að taka tveggja daga inngöngupróf í háskóla, svokallað gaokao"-inntökupróf en þeim var frestað um mánuð vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Prófið þykir gríðarlega erfitt og hér má sjá 30 spurningar úr prófinu.

Inngönguprófin eru oft eini möguleiki Kínverja, sem koma úr fátækum fjölskyldum, til að fá starf enda er varla hægt að fá starf í Kína án prófgráðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert