Fara með Rússa fyrir MDE

AFP

Hol­lensk yf­ir­völd ætla að óska eft­ir því að dóm­ar­ar við Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu fjalli um hlut rúss­neskra yf­ir­valda þegar farþegaþota Malaysia Air­lines, flug MH17 var skot­in niður yfir Úkraínu árið 2014. Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá ut­an­rík­is­ráðherra Hol­lands, Stef Blok. 

„Sækj­umst eft­ir rétt­læti yfir 298 fórn­ar­lömb­um þess þegar flug MH17 var skotið niður. Þetta er og mun vera helsta hags­muna­mál þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Blok. 

DIMIT­AR DIL­KOFF

Fjór­ir menn hafa verið ákærðir  mann­dráp vegna árás­ar á farþegaþotu Malaysi­an Air­lines, MH17, sem var skot­in niður yfir Úkraínu í júlí 2014. 298 manns létu lífið þegar þotan hrapaði.

Rann­sókn­ar­nefnd und­ir for­ystu Hol­lend­inga ákærði þrjá rúss­neska rík­is­borg­ara – Ígor Gírkín, Ser­gej Dúbínskí og Oleg Púlatov – og Úkraínu­mann­inn Leoníd Khart­sjen­kó. Rétt­ar­höld­in yfir mönn­un­um hóf­ust í Hollandi 9. mars.

Stjórn­völd í Moskvu neituðu því að Rúss­ar væru viðriðnir árás­ina og Gírkín held­ur því fram að ekk­ert væri hæft í því að upp­reisn­ar­menn í aust­ur­héruðum Úkraínu hefðu grandað farþegaþot­unni. Upp­reisn­ar­menn­irn­ir hafa notið stuðnings Rússa.

Rann­sókn­ar­nefnd­in komst að þeirri niður­stöðu að BUK-flug­skeyti, sem skotið var á þot­una, hefði áður verið flutt frá her­stöð í borg­inni Kúrsk í Rússlandi.

Sak­sókn­ar­ar segja að Gírkín sé fyrr­ver­andi for­ingi í rúss­nesku ör­ygg­is­lög­regl­unni FSB. Hann var titlaður varn­ar­málaráðherra í „Alþýðulýðveld­inu Do­netsk“ í Aust­ur-Úkraínu. Dubínskí var áður í leyniþjón­ustu rúss­neska hers­ins, GRU, Púlatov er fyrr­ver­andi liðsmaður rúss­neskr­ar sér­sveit­ar og Khart­sjen­kó fór fyr­ir vopnaðri sveit upp­reisn­ar­manna í Aust­ur-Úkraínu.

Þotan var á leiðinni frá Amster­dam til Kúala Lúm­púr þegar hún var skot­in niður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert