Rannsaka dauða fleiri hundruð fíla

Fjöldi fíla hefur dáið á svæðinu.
Fjöldi fíla hefur dáið á svæðinu. AFP

Stjórnvöld í Botswana fengu í dag niðurstöður fyrstu rannsókna á dauða fleiri hundruð fíla á svæðinu. Gríðarlegur fjöldi fíla hefur látist á svæðinu undanfarna tvö mánuði, en engar haldbærar skýringar eru þar að baki. 

Sýni voru send til Simbabwe og fyrstu niðurstöður hafa borist. Þá er beðið frekari upplýsinga, en gert er ráð fyrir því að hægt verði að upplýsa almenning um niðurstöðurnar síðar í næstu viku. Dýrasérfræðingar, sem komið hafa að málinu, segja að ekkert bendi til þess að miltisbrandur eða veiðiþjófar hafi eitthvað með málið að gera. 

Alls lifa um 18 þúsund fílar á svæðinu við Okvango Delta, en staðfest dauðsföll þar um kring eru 281. Svæðið er rétt um átta þúsund ferkílómetrar. Þó ekki sé um að ræða nema brot þeirra 130 þúsund fíla sem lifa í Botswana eru líkur á því að fleiri kunni að týna lífi verði skýring ekki fundin strax. 

Sérfræðinga telja líkamsstöðu fílanna benda til þess að dauðsfallið hafi …
Sérfræðinga telja líkamsstöðu fílanna benda til þess að dauðsfallið hafi borið skyndilega að. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert