Vöxtur í lýtalækningum í heimsfaraldri

Lýtaaðgerðir á andliti njóta vinsælda þessa dagana.
Lýtaaðgerðir á andliti njóta vinsælda þessa dagana. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjölmargir lýtalækna víðsvegar um heiminn hafa greint frá því að lýtaaðgerðum hafi fjölgað verulega að undanförnu. Skjólstæðingar læknanna líta margir hverjir á faraldurinn sem tækifæri til að fara í aðgerð, þannig geti þeir hulið ummerki hennar með grímu eða þurfi alls ekki að hylja þau yfirleitt þar sem margir sinna vinnu sinni að heiman vegna faraldursins. BBC greinir frá þessu. 

Þrátt fyrir að fjölmörg fyrirtæki hafi þurft að loka vegna faraldursins hefur mörgum lýtalæknum tekist að halda dyrum sínum opnum fyrir viðskiptavinum með auknum þrifum, eftirliti og skimun fyrir kórónuveirunni á meðal starfsfólks og viðskiptavina. 

Lýtalæknastofur í Bandaríkjunum, Japan, Suður-Kóreu og Japan hafa margar hverjar séð aukna eftirspurn eftir aðgerðum. Vinsælustu aðgerðirnar þessa dagana snerta andlit þeirra sem undir hnífinn leggjast en um er að ræða varafyllingar, bótox, andlitslyftingar og nefaðgerðir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert