Duda eða Trzaskowski

AFP

Pólverjar velja sér forseta í dag og stendur valið á milli sitjandi forseta, Andrzej Duda og borgarstjórans í Varsjá, Rafal Trzaskowski, sem er mikill Evrópusambandssinni.

Andrzej Duda er fram­bjóðanda stjórn­ar­flokks­ins Laga og rétt­læt­is (PiS) og Rafal Trza­skowski, er frambjóðandi Borg­ara­vett­vangs­ins (PO). Í samtali við mbl.is í gær sagði Pawel Bartoszek borg­ar­full­trúi, sem er stadd­ur í Póllandi, kosn­ing­arn­ar æsispenn­andi og erfitt að segja til um hvernig þær muni fara.

Í fyrri umferðinni fékk Duda flest atkvæði en ekki hreinan meirihluta þannig að aðra umferð þurfti til að skera úr um hver myndi gegna embættinu næstu fjögur árin. 

Kjörstaðir voru opnaðir klukkan 7 að staðartíma, klukkan 5 að íslenskum tíma og verður kjörstöðum lokað klukkan 21.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert