Enn mjótt á munum í Póllandi

Andrzej Duda leiðir með 50,8% atkvæða samkvæmt síðustu útgönguspám.
Andrzej Duda leiðir með 50,8% atkvæða samkvæmt síðustu útgönguspám. AFP

Sitjandi forseti Póllands, Andrzej Duda, bætir örlítið við sig í uppfærðri útgönguspá sem gefin var út nú á miðnætti að staðartíma í Póllandi og er með 50,8% atkvæða.

Samkvæmt útgönguspá sem gefin var út þegar kjörstöðum var lokað klukkan 21 að staðartíma hafði Duda 50,4%.

Andstæðingur hans, Rafał Trzaskowski, er með 49,2% atkvæða í þessari seinni útgönguspá, en ljóst er að enn munar litlu á frambjóðendunum tveimur.

Útgönguspár ná ekki til kjósenda erlendis og gætu atkvæði sem berast erlendis frá gert gæfumuninn.

Kjörstjórn hefur gefið út að engar niðurstöður verði birtar fyrr en úrslit liggja fyrir, sem líklega verður ekki fyrr en síðdegis á morgun, mánudag, en gæti jafnvel dregist fram á þriðjudagsmorgun.

Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár og forsetaframbjóðandi, á enn von.
Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár og forsetaframbjóðandi, á enn von. AFP

Vegna legu Íslands var kjörstaðurinn í Þórunnartúni í Reykjavík sá sem opinberlega stóð lengst opinn, en standi fólk í röð þegar kjörstöðum er lokað er því ekki vísað frá. Þannig er sem dæmi enn löng röð í Split í Króatíu, þar sem talið er að 5 til 6 klukkustundir geti tekið að klára röðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert