Grófu upp lík barns og fleygðu út í vegkant

Baitul Mukaram þjóðarmoskan í Baitul, höfuðborg Bangladess.
Baitul Mukaram þjóðarmoskan í Baitul, höfuðborg Bangladess. AFP

Leiðtog­ar minni­hluta­hóps ahma­di-múslima í Bangla­dess hafa sakað „öfga­menn“ úr hópi ríkj­andi trú­ar­hóps múslima um að grafa upp líka þriggja daga gam­all­ar stúlku, aðeins nokkr­um tím­um eft­ir að hún var jörðuð, og fleygja því út í veg­kant. Hef­ur at­vikið vakið hneyksl­an á sam­fé­lags­miðlum.

Ahma­di-múslim­ar eru í mikl­um minni­hluta meðal íbúa Bangla­dess, en aðeins hneigj­ast um 100.000 af 160 millj­ón­um íbúa lands­ins til trú­ar­inn­ar. Um 90% íbúa lands­ins til­heyr­ir öðrum trú­ar­hóp­um múslima, flest­ir súnní, sem líta á ahma­di-múslima sem heiðingja þar sem ahm­andi-múslim­ar skil­greina upp­hafs­mann trú­ar­hóps­ins sem spá­mann.

Stúlku­barnið var grafið í gra­freit í Ghatura í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar Bra­hm­an­baria á fimmtu­dag, að því er AFP hef­ur eft­ir S.M. Selim, leiðtoga ahma­di-múslima á svæðinu. „Glæp­ur henn­ar var að fæðast inn í fjöl­skyldu ahma­di-múslima.“ Lög­regla í um­dæm­inu seg­ir hins veg­ar að eng­ar kvart­an­ir hafi borist en haft er eft­ir ónefnd­um lög­reglu­manni að málið hafi verið leyst á „friðsam­an hátt“. Líkið var síðar grafið í öðrum garði um tíu kíló­metr­um frá.

„Það er gegn sharia-lög­um að leyfa heiðingja að vera graf­inn í gra­freit múslima,“ seg­ir Mun­ir Hossain, klerk­ur í borg­inni, í sam­tali við AFP. „Hinir guðhræddu þorps­bú­ar myndu aldrei leyfa slíkt ótalið.“

Á síðustu mánuðum hafa mót­mæli harðlínu­manna í Bangla­dess farið vax­andi en þeir krefjast þess að yf­ir­völd skil­greini ahma­di-múslima „ekki múslim­ar“. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert