Vinsamlega skattleggið okkur!

80 auðmenn hafa birt ákall um aukna skattheimtu vegna kórónuveirufaraldursins.
80 auðmenn hafa birt ákall um aukna skattheimtu vegna kórónuveirufaraldursins. AFP

Rúm­lega 80 auðmenn hafa birt ákall um aukna skatt­heimtu til þess að mæta þeirri alþjóðlegu fjárþörf sem skap­ast hef­ur vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Hóp­ur­inn sem kall­ar sig „Millj­óna­mær­ing­ar fyr­ir mann­kyn“ (e. Milli­onaires for Humanity), birti nú á dög­un­um opið bréf þar sem rík­is­stjórn­ir heims­ins eru hvatt­ar til þess að leggja aukn­ar álög­ur á hina of­ur­ríku og legg­ur áherslu á að slík­ar aðgerðir þurfi að ger­ast um­svifa­laust, vera um­fangs­mikl­ar og var­an­leg­ar.

„Það eru ekki við sem keyr­um sjúkra­bíl­ana“

Hóp­ur­inn er alþjóðleg­ur, en flest­ir á list­an­um eru þó frá Banda­ríkj­un­um. Þar má finna mörg þekkt nöfn úr viðskipta­lífi s.s. Jerry Green­field, einn stofn­anda „Ben and Jerry´s“ rjómaíss og Abigail Disney, kvik­mynda­fram­leiðanda og aðgerðasinna. Í bréf­inu kem­ur fram þakk­ar­skuld við þá sem vinna á fram­línu í bar­áttu við vírus­inn og sú árétt­ing að án fjár­magns verði lítið að gert.

Jerry Greenfield (t.h.) er einn þeirra sem setti nafn sitt …
Jerry Green­field (t.h.) er einn þeirra sem setti nafn sitt á list­ann. AFP

„Ólíkt tugi millj­óna manna um heim­inn all­an, þá þurf­um við ekki að hafa áhyggj­ur af því að tapa vinn­unni, heim­ili eða get­unni til að halda uppi fjöl­skyld­um okk­ar“, seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. Þar er staðhæft að marg­ir of­ur­rík­ir séu mjög af­lögu­fær­ir til þess að leggja til fjár­magn í bar­átt­una. Ekki sé nægi­legt að gefa til góðgerðar­mála; stjórn­mála­menn verði að bera ábyrgð á því að afla fjár og tryggja að því sé dreift á rétt­lát­an hátt.

Niðurstaða hóps­ins er því:  „skatt­leggið okk­ur, skatt­leggið okk­ur, skatt­leggið okk­ur...“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert