Dr. Fauci svarar fyrir sig

Togstreitan milli Fauci og Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans …
Togstreitan milli Fauci og Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans heldur áfram að færast í aukana. AFP

Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, lýsir tilraunum ríkisstjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseta til að koma óorði á hann sem „skrýtnum“ og „þvættingi“. BBC greinir frá.

Hvíta húsið gaf á sunnudaginn út minnisblað yfir meint röng ummæli eða mistök Fauci síðan kórónuveirufaraldurinn skall á Bandaríkjunum.  „Á endanum þá kemur þetta niður á forsetanum,“ sagði hann í viðtali við fjölmiðilinn The Atlantic.  

„Ég get ekki í mínum villtustu draumum ímyndað mér af hverju í ósköpunum þau myndu gera þetta. Ég held að þau átti sig á því núna að þetta var ekki skynsamlegt, af því þetta kastar rýrð á þau,“ bætti hann við.

Trump ánægður með stöðuna

Þrátt fyrir að Fauci hafi verið harðlega gagnrýndur af mörgum sem eru hliðhollir forsetanum og að Trump sjálfur hafi endurtíst slíkri gagnrýni sagðist hann í dag eiga í „góðu sambandi“ við lækninn.

Fauci greindi frá því nýlega að hann hefði síðast hitt forsetann fyrir mánuði síðan og þeir hafi ekki rætt faraldurinn í tvo mánuði. Síðan þá hafa dauðsföll í Bandaríkjunum næstum því tvöfaldast.

„Við erum öll í sama liði, þar á meðal Dr. Fauci. Við viljum losna við klúðrið sem sem Kína sendi okkur, og við erum öll á sömu blaðsíðu og okkur gengur mjög vel,“ sagði Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert