Gögn um veiruna færast frá CDC til Trump

Donald Trump Bandaríkjaforseti er gjarnan ósammála sóttvarnalækni Bandaríkjanna.
Donald Trump Bandaríkjaforseti er gjarnan ósammála sóttvarnalækni Bandaríkjanna. AFP

Gögn sjúkrahússins í Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, um kórónuveiruna verða nú send til ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í stað þess að vera fyrst send til CDC (US Centers for Disea­se Control). CNN greinir frá þessu. 

Flutningurinn gæti orðið til þess að gögnin verði ekki jafn aðgengileg almenningi og áður á sama tíma og ríkisstjórnin gerir lítið úr útbreiðslu faraldursins. Í frétt CNN segir sömuleiðis að þessi breyting stefni því í hættu að læknisfræðileg gögn um faraldurinn séu birt án pólitískra afskipta. 

Með breytingunni, sem tekur gildi á miðvikudag, færist stjórnin yfir gögnunum frá CDC til ríkisstjórnarinnar en stofnunin mun samt sem áður koma að vinnslu gagnanna. Í gagnagrunninum sem ríkisstjórnin mun nú fá í hendurnar í stað CDC verða upplýsingar sem verða ekki aðgengilegar almenningi og getur það haft áhrif á rannsakendur og heilbrigðisstarfsfólk sem treystir á gögnin.

Michael Caputo, einn af upplýsingafulltrúum Hvíta hússins, segir að breytingin sé til þess gerð að færa vinnslu gagnanna inn í nútímann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert