Obama, Bezos og fleiri lentu í klónum á svikahröppum

AFP

Elon Musk, Jeff Bezos, Joe Biden, Barack Obama og Bill Gates voru meðal þeirra sem lentu í því að Twitter-aðgangar þeirra voru hakkaðir fyrr í kvöld af svikahröppum sem ætluðu að plata fólk í að gefa frá sér fjármagn í rafmyntinni Bitcoin.

„Ég ætla að gefa af mér til samfélagsins,“ voru skilaboð sem birtust á aðgöngum margra þeirra og þeim fylgdi loforð um að tvöfalda fjármagn ef fólk myndi millifæra Bitcoin að andvirði 1.000 Bandaríkjadala.

Stórfyrirtækin Apple, Uber, Microsoft og tónlistarmaðurinn Kanye West voru einnig á meðal þeirra sem lentu í klóm svikahrappana. Þjónustuaðgangur Twitter sendi frá sér færslu í kjölfarið þar sem kom fram að fyrirtækið væri meðvitað um öryggisbrotin og að þau væru í rannsókn.

Miðað við stöðu margra notenda sem voru hakkaðir eru einhverjir farnir að ræða um þetta sem umfangsmesta brot á netöryggi í sögu Twitter, jafnvel samfélagsmiðla. Í því samhengi er talað um að það geti haft skelfilegar afleiðingar ef röng skilaboð eru send út frá ákveðnum notendum, til að mynda Donald Trump Bandaríkjaforseta sem notar samfélagsmiðilinn mikið.

Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter
Skjáskot af Twitter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert