„Hinseginlaus“ svæði ólögleg

Ákvörðunin þykir áfangasigur fyrir hinseginsamfélagið í Póllandi.
Ákvörðunin þykir áfangasigur fyrir hinseginsamfélagið í Póllandi. AFP

Dómstólar í Póllandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að skilgreina tvo pólska bæi. Istebna og Klwoe sem „hinseginlaus“ svæði brjóti gegn mismununarákvæði stjórnarskrár landsins. Frá þessu greinir miðillinn Onet.

Hundruð pólska smábæja og héraða hafa samþykkt yfirlýsingar þess efnis að þau skuli vera „frjáls undan hugmyndafræði hinseginfólks“. Slíkar yfirlýsingar geta í praktík falið í sér ólíka hluti, en jafnan felst í þeim m.a. bann við að skólar fræði nemendur um annars konar kynhneigð en gagnkynhneigð.

Í málsvörn bæjanna kom fram að ekki væri verið að mismuna einstaklingum, heldur berjast gegn svokallaðri „hinsegin hugmyndafræði“.

Á liðnum vikum hafa tveir tveir dómstólar ógilt slíkar ákvarðanir, annars vegnar í Istebna í suðvesturhluta landsins og hins vegar í Klwow í miðhluta Póllands. „Hugtakið „hinseginlaust svæði“ vísar í raun til einstaklinga og útskýringin að „hinsegin“ eigi við hugmyndafræði en ekki einstaklinga er afneitun á raunveruleikanum,“ segir í úrskurði annars dómstólsins.

Karolina Gierdal, lögfræðingur hjá samtökunum Baráttan gegn hómófóbíu, segir að dómarnir séu ótrúlega mikilbægir. Bæði sem fordæmi í svipuðum málum sem háð eru gegn fimm öðrum bæjum og fyrir hinsegin samfélagið í heild sinni. „Hinsegin fólk í Póllandi er undir svo mikilli pressu, en nú fær maður loksins viðurkenningu á rétti þeirra til virðingar.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert