Styttu af svartri konu steypt af stalli

Marc Quinn skapaði styttuna sem nú er geymd á safni …
Marc Quinn skapaði styttuna sem nú er geymd á safni í Bristol. Er honum boðið að sækja styttuna eða gefa safninu hana. AFP

Stytta af mót­mæl­enda gegn ras­isma í Bretlandi, sem var komið fyr­ir í stað fyr­ir styttu af þræla­kaup­manni, var fjar­lægð í morg­un. Borg­ar­stjórn Bristol, þar sem stytt­an stóð, greindi frá því í morg­un að þau hefðu fjar­lægt stytt­una, sem bar heitið „Alda krafts“ og sýndi Black Li­ves Matter mót­mæl­and­ann Jen Reid með hnef­ann á lofti, ein­ung­is sól­ar­hring eft­ir að henni var komið fyr­ir á staðnum þar sem þræla­kaupmaður­inn stóð áður án leyf­is. 

„Í morg­un fjar­lægðum við stytt­una,“ sagði borg­ar­stjórn­in í til­kynn­ingu. „Hún mun vera á safn­inu okk­ar og listamaður­inn sem skapaði hana get­ur sótt hana eða gefið hana í safnið okk­ar.“

Borg­in vill koma að ákvörðun­inni

Stytt­unni var komið fyr­ir leyni­lega í gær og var gjörn­ing­ur­inn inn­blás­inn af at­b­urði í síðasta mánuði þar sem and-rasísk­ir mót­mæl­end­ur fjar­lægðu styttu af þræla­kaup­mann­in­um Edw­ard Col­st­on og vörpuðu henni í sjó­inn. 

Reid var hæst­ánægð með stytt­una og sagði að hún myndi verða til þess að halda sam­ræðum um kynþáttam­is­rétti áfram í sam­fé­lag­inu. Borg­ar­stjórn Bristol var ekki á sama máli og sögðu emb­ætt­is­menn að það ætti að vera ákvörðun allr­ar borg­ar­inn­ar hvað ætti að koma í stað stytt­unn­ar af Col­st­on sem hafði staðið í Bristol frá ár­inu 1895.

Mót­mæli gegn kynþáttam­is­rétti hóf­ust í Bristol í kjöl­far þess að lög­reglumaður drap Geor­ge Floyd, svart­an mann í Banda­ríkj­un­um. And­lát hans knúði fram mót­mæli á heimsvísu, meðal ann­ars í Bretlandi þar sem áhersla hef­ur verið lögð á ný­lendu­tím­ann og þann þátt sem Bret­ar áttu í hon­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert