Bók um Trump rýkur út

Bókin umtalaða.
Bókin umtalaða. AFP

Bók Mary Trump, frænku Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, um sögu Trump-fjöl­skyld­unn­ar seldist í rétt tæpum milljón eintökum sama dag og hún kom út.

Bókin kom út í gær og alls seldust 950.000 eintök af henni þann dag. Inn í þá tölu eru tekin eintök sem pöntuð voru fyrir útgáfu.

Í bók­inni, Of mikið og aldrei nóg: Hvernig fjöl­skylda mín skapaði hættu­leg­asta mann í heimi, (e. Too Much and Never Enough, How My Family Crea­ted the World's Most Dan­gerous Man, er for­set­inn sagður „hættu­leg­asti maður í heimi“.

Mary Trump, höf­und­ur bók­ar­inn­ar, er dótt­ir eldri bróður for­set­ans, Freds Trumps jr., sem lést árið 1981. Í bók­inni rifjar Mary upp æsku sína og upp­eldi af hálfu „eitraðrar fjöl­skyldu“ á heim­ili ömmu henn­ar og afa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert