Íbúar í Barcelona á Spáni hafa verið hvattir til að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til eftir að kórónuveirutilfellum fjölgaði ört í borginni.
Þetta kom fram á blaðamannafundi héraðsstjórnar Katalóníu í morgun.
Þar kom fram að loka ætti kvikmyndahúsum, leikhúsum og börum í borginni og ekki mættu fleiri en tíu manns koma saman.