John Lewis látinn

John Lewis.
John Lewis. AFP

Fulltrúardeildarþingmaðurinn John Lewis er látinn. Lewis, sem var þingmaður Demókrataflokksins og einn forystumanna í réttindabaráttu svartra á sjöunda áratug síðustu aldar, varð áttræður.

Lewis glímdi við krabbamein og sagði í desember á síðasta ári að hann hefði barist fyrir ýmsu í gegnum tíðina eins og frelsi og mannréttindum en aldrei lent í viðlíka baráttu og þessari.

„Ég hef aldrei þurft að berjast eins og núna,“ kom þá fram í yfirlýsingu frá Lewis.

Vegna forystu sinnar í réttindabaráttu svartra var Lewis af mörgum talinn þjóðhetja.

Hann hafði setið í fulltrúadeildinni í 33 ár og var mikils metinn innan síns flokks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert