Fjöldi þeirra sem látist hafa af völdum kórónuveirunnar á heimsvísu hefur náð 600.000 samkvæmt opinberri talningu, en staðfest tilfelli eru 14.233.355.
Kórónuveiran er enn í miklum vexti í Suður-Ameríku þar sem 160.000 manns hafa látist.
Er það næst mesti skráði fjöldi dauðsfalla í heimsálfu en einungis í Evrópu hafa fleiri látist af völdum veirunnar; 205.000.
Á þriðja hundrað þúsund nýrra tilfella kórónuveiru greinast nú daglega á heimsvísu.