Leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, Carrie Lam, segir stöðuna þar tvísýna og hún óttast að kórónuveiran sé að ná sér á strik eftir að meira en 100 tilfelli voru staðfest þar í gær.
Er það metfjöldi tilfelli á einum degi í Hong Kong.
„Staðan er snúin og það er ekkert sem bendir til þess að við séum að ná tökum á veirunni,“ sagði Lam við fréttamenn.
Alls hafa 2.000 tilfelli kórónuveiru verið greind í Hong Kong og 12 hafa látist.